Hlutdeild launa minnkar

Punktar

Katrin Bennhold segir í International Herald Tribune, að hlutfall launa af tekjum fyrirtækja hafi lengi verið stöðugt við 70%, en hafi síðustu tvo áratugi lækkað niður í 64% í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún telur, að með auknum hraða í hnattvæðingu haldi þetta ferli áfram, jafnvel þótt það leiði til minni kaupgetu fólks og þar af leiðandi minni hagvaxtar. Bandaríkjamenn og Íslendingar hafa hingað til pissað í skóinn og tekið eyðslulán og þannig haldið uppi hagvexti, en Evrópumenn hafa minnkað útgjöld sín og stöðvað hagvöxtinn. Hún telur, að senn verði Bandaríkjamenn að fara að spara.