Fannie Mae og Freddie Mac eru hlutafélög, ekki ríkisfyrirtæki, ekki opinber fyrirtæki. Ríkið á ekki ráðandi hlut í þeim, ekki heldur sveitarfélög, heldur alls konar aðilar úti í bæ. Þetta eru fyrirtæki í kauphöll. Hlutir í þeim ganga kaupum og sölum á markaðsverði hvers tíma. Dæmigerð hlutafélög, ekki gervihlutafélög eins og Síminn eða Landsvirkjun. Hvorki í viðskiptum við ríkið né njóta ríkisábyrgðar. Þau njóta að vísu velvildar ríkisvaldsins og geta því kallast pilsfalda-félög. Eins og þjóðnýting þeirra sýnir. En það er svo margt einkaframtakið, sem hangir í pilsföldum hægri stjórnvalda.