Hagsmunasamtök eru yfirleitt ekki þekkt að framsýní né ráðagerðum, sem ganga út fyrir hag líðandl stundar. Þess vegna kemur þægilega á óvart, hversu raunsæja afstöðu Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur tekið til skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um nauðsyn samdráttar í veiðum á flestum mikilvægustu fiskistofnunum við landið.
Kristján Ragnarsson, formaður Landssambandsins, sagði við setningu aðalfundar þess í fyrri viku, að útvegsmenn yrðu að taka mjög alvarlega þessa skýrslu og hliðstæða skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins, sem báðar sýna mjög skuggalega mynd af ástandi fiskistofnanna við landið.
Benti Kristján á nokkrar tölur úr skýrslum þessum máli sínu til stuðnings. Stærð hrygningarstofns þorsks er talin hafa verið 750 þúsund lestir árið 1970, er núna talin vera 220 þúsund lestir og verður 60 þúsund lestir árið 1079 samkvæmt spá um framhald hliðstæðrar ofveiði og átt hefur sér stað að undanförnu.
“Þetta er hin hrikalegasta niðurstaða skýrslunnar, sem enginn getur látið fram hjá sér fara, og þetta er það, sem með engu móti má verða”, sagði Kristján um þessar tölur.
Formaður Landssambandsins gagnrýndi, að ekkí skuli fyrr hafa komið fram tillögur frá Hafrannsóknastofnuninni um það aflamagn, sem leyft skuli að veiða úr hverjum fiskistofni. Þessi gagnrýni er réttmæt, enda eru slíkir útreikningar engin nýjung í fiskifræði.
Svo virðist sem tölurnar hafi legið hjá Hafrannsóknastofnuninni í marga mánuði og málið þótt of viðkvæmt til birtingar. Síðan hafi sérfræðingar hjá stofnuninni þjófstartað tölunum í framangreindri skýrslu Rannsóknaráðs, ef til vill fyrst og fremst til að knýja fram birtingu á hinum óþægilega sannleíka.
Í ræðu sinni skóf Kristján Ragnarsson ekkert af því, að fiskiskipafloti okkar væri orðinn of stór og að hægt væro að ná sama afla á færri skip. Vísaðo hann til skýrslu Rannsóknaráðs, þar sem segir, að flotinn sé rúmlega 90% of stór og valdi óþörfum umframkostnaði upp á sjö milljarða króna á ári.
Kristján fjallaði í ræðu sinni um tvo möguleika á að bregðast við þessum vanda. Annars vegar mætti hætta veiðum upp úr miðju næsta ári og láta flotann liggja til áramóta. Þessa leið taldi Kristján ekki færa af atvinnuástæðum.
Hin leiðin væri sú að stöðva hluta flotans strax í byrjun ársíns 1976 og dreifa í þess stað veiðunum yfir allt árið til að jafna atvinnuna. Taldi Kristján þessa leið þjóðhagslega hagkvæmarí, þótt hún væri örðug í framkvæmd.
Í þessari róttæku hugmynd Kristjáns felst í rauninni ekki annað en viðurkenning á þeirri staðreynd, að við verðum framvegis að fara hóflega að fiskistofnunum til þess að geta haft af þeim hag um alla framtíð. Hrikalegt vandamál kallar á róttæka lausn.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið