Að mestu var hljótt um Ísland í erlendum fjölmiðlum í morgun. Tæpast glittir í þá jaðarskoðun, að Ísland hafi tekið forustu í uppreisn gegn fjölþjóðlegu peningavaldi. Enda efast ég um, að mikil framtíð sé fólgin í slíkri forustu, þótt eftirspurnin væri meiri. Gott er, að merkustu fjölmiðlarnir hafa lagað villur í fyrri fréttaflutningi. Átta sig á, að Ísland neitar ekki að borga, heldur neitar bara ríkisábyrgð á pakkanum. Nokkuð langur vegur er milli þess raunveruleika og óskarinnar um að gefa skít í fjármálaheiminn. Raunar veitti sumum þjóðrembdum Íslendingum ekki af að byrja að fatta þetta líka.