Sjö lagatæknar eru daglegt aðhlátursefni. Fyrst kom í ljós, að þeir vissu ekki, að menn forðast að höfða mál gegn þeim, sem lofa að borga. Síðan kom í ljós, að þeir telja málaferli æðri samskiptamáta en samninga. Í morgun kom í ljós, að þeir telja mikilvægt, að umræða um IceSave hætti. Og að það gerist bara með því að fella IceSave. Í morgun kom líka í ljós, að þeir telja þeim vera bezt treyst, sem neita að borga það, sem aðrir telja þá eiga að borga. Lagatæknarnir sjö eru úti að aka af siðferðisskorti og greindarskorti. Sem einkennir því miður fimmtung þjóðarinnar samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum.