Hlægilegar spár

Punktar

Mestu ágirndarmenn samtímans fögnuðu stríðinu gegn Írak. Þeir vildu komast í olíulindir landsins. Alan Greenspan seðlabankastjóri segir nú, að allir hafi þá vitað, að stríðið snerist um olíu. Rupert Murdoch fjölmiðlakóngur neri saman höndunum og sagði stríðið mundu færa olíuna niður í 20 dollara á tunnuna. Hún er núna komin upp í 96 dollara og er enn á uppleið. Það er ekki gefið, að hinir ágjörnustu hafi rétt fyrir sér, þótt þeir þykist klárir í útrásum. Þeir eru iðnir að spá. Sumir spáðu velgengni í stríði gegn Írak. Aðrir spá velgengni í viðskiptum um jarðhita í Austur-Asíu.