Hjartað slær með fénu

Punktar

Við höfum fengið að vita, hvar hjarta ríkisstjórnarinnar slær. Hún hækkar bara tekjuskatt af launum, en ekki tekjuskatt af fjármagni. Hún er enn þeirrar skoðunar, að skríllinn eigi að borga um 40% skatt, en útrásargreifar og önnur gæludýr aðeins 10%. Fjármagnseigendur séu fjórum sinnum merkari en launafólk. Leiðin til farsældar felist í að sáldra fé yfir höfðingja. Og búast síðan við, að skiptimynt leki niður til fátækra. Það er beinlínis stefna stjórnarinnar. Sú sama stefna hennar og olli hruni bankanna.