Stuðningsmennirnir heilsuðu með því, sem við köllum Hitlerskveðju, þegar nýkjörni borgarstjórinn kom í fyrradag. Þeir æptu “Greifinn, greifinn” eins og afarnir og sungu gamla fasistasöngva. Gianni Alemanno var í gamla daga leiðtogi ungra nýfasista á Ítalíu, en er nú orðinn borgarstjóri í Róm. “Við erum allir Falange” hrópaði Silvio Berlusconi, þegar klappað var fyrir Alemanno í þinghúsinu. Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, kvartaði yfir þvermóðsku vinstri manna. “Ef þeir vilja átök”, sagði hann, “hef ég alltaf 300.000 menn reiðubúna”. Fasisminn er uppvakinn til valda á Ítalíu.
