Hinir og þessir heimsendar

Punktar

Róm hrundi ekki í miklum jarðskjálfta í gær. Samt fóru þúsundir Rómverja á taugum út af spádómi Raffaele Bendandi. Hann lendir því í flokki með Michel de Nostredame, sem við þekkjum sem Nostradamus. Sá frægi sjónhverfingamaður spáði vitlaust um alla veraldarsöguna hingað til. Þar í flokki mun líka lenda hinn óþekkti Maya-spámaður, er taldi heimsenda mundu verða 21. eða 23. desember 2012. Við komumst senn að því. Listi mislukkaðra spámanna er orðinn langur. Predikarar ýmissa kristinna safnaða hafa lengi spáð endurkomu Krists og ragnarökum. Þar sem mannkynið yrði sorterað milli Himnaríkis og Helvítis.