Hingað og ekki lengra

Punktar

Þegar öfgahægriflokkar múslimahaturs nálgast 20% kjörfylgi, þurfa miðlægir flokkar að athuga sinn gang. Sumt af þessu fólki getur verið húsum hæft, þótt reynt sé að hindra áhrif flokka þess. Miðlægir flokkar þurfa að kanna, hvort eitthvað sé nothæft í kröfum öfgahægraflokka. Til dæmis, að „í Róm lifirðu eins og Rómverji“. Að ekki sé gefið eftir af grónum gildum vestræns og veraldlegs samfélags. Að ekki sé lagt í kostnað vegna krafna um halal-mat í mötuneytum. Að hafnað sé kröfum um sharia, umskurn kvenna, heiðursdráp og hvers kyns villta karlrembu íslams. Einkum þó, að heimilt sé „guðlast“ að hætti Charlie Hebdo. Um íslam eins og um kristni.