Hindruðu samsæri fyrirtækja

Punktar

Anonymous, félag hakkara, náði tölvupósti, sem sýnir samsæri fyrirtækja um að ráðast á Wikileaks og grafa unda því. Þrjú fyrirtæki höfðu forgöngu í málinu. Markmiðið var að verjast fyrirhugaðri birtingu á leyniskjölum Bank of America. Ætlunin var að gera tölvuárás á Wikileaks og rægja blaðamenn og styrktaraðila Wikileaks. Vegna uppljóstrunar Anonymous fór ráðagerðin út um þúfur. Fyrirtæki keppast um að sverja af sér aðild að málinu. Independent fékk aðgang að tölvupóstinum og segir frá þessu í forsíðufréttinni í morgun. Samkeppni eykst í birtingu leyniskjala.