Ég segi ekki, að Barack Obama verði betri forseti en Hillary Clinton. Hann hefur ýmsa galla, einkum er hann handbendi auðvaldsins, sem borgar baráttu hans. En Hillary Clinton hefur vanhelgað sig með sóðabaráttu. Hún og Bill og þeirra lið dreifa erkilygum repúblikana um Obama. Hún fullyrti líka, að John McCain yrði traustari forseti en Obama. Þannig talar ekki demókrati. Bara sá siðlausi, sem hefur tapað voninni og skilur eftir sig sviðna jörð. Vonlaus og siðlaus barátta Clinton mun leiða til sigurs McCain. Og þar með til framhalds á hrottalegri sríðsdýrkun og óvinsældum Bandaríkjamanna.