Nýlega setti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra eina umsækjandann, sem ekki uppfyllti kröfur um menntun, í embætti skólameistara menntaskólans á Austurlandi. Þetta minnti dálitið á, að Kalígúla keisari gerði einu sinni hestinn sinn að ráðherra.
Sennilega fær Vilhjálmur bezt umtal ráðherranna. Því má spyrja: Ef sá er hinn bezti, hvernig eru þá hinir? Í rauninni er þetta allt sama bitlingatóbakið, aðeins mismunandi þægilegt í daglegri umgengni.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið