Herinn ofsækir þjóðina

Punktar

Egypzki herinn sækir fram gegn Egyptum. Hundruð og líklega þúsund manna hafa verið hneppt í fangelsi. Tugir og líklega hundruð manna sæta pyndingum í fangelsum hersins. Herinn hefur tekið afstöðu með bófaflokki Mubarak forseta og Suleiman varaforseta gegn þjóðinni. Vafalaust að ráði Bandaríkjastjórnar, sem heldur hernum uppi með fé og tækjum. Sem aðila að Atlantshafsbandalaginu ber ríkisstjórn Íslands að benda Bandaríkjastjórn á hin illu áhrif hersins á framvinduna í Egyptalandi. Bófarnir, sem hafa rekið Egyptaland, hafa ekkert gefið eftir. Suleiman telur sig vera framtíðina.