Herforingjar mótmæla

Punktar

Bandarísku hershöfðingjarnir John Batiste, Gregory Newbold, Paul Eaton og Anthony Zinni hafa hver í sínu lagi undanfarið lýst yfir, að stríðið gegn Írak hafi verið mistök, og hvatt til, að Donald Rumsfeld ráðherra verði látinn víkja fyrir að draga herinn út í svað. Áður hafði Eric K. Schinseki verið rekinn sem formaður herráðsins fyrir að andmæla hinum róttæka og ofurbjartsýna stríðsráðherra. Herforingjarnir eru minnugir hrakfara Bandaríkjanna í Víetnam og víðar og hafa áhyggjur af, að ungt fólks vill ekki lengur ganga í herinn. Auk þess telja þeir Rumsfeld vera fífl.