Hér vantar „Sparkasse“

Punktar

Ríkið þarf að reka einn samfélagsbanka, til dæmis Landsbankann. Sá verði utan við allt brask, eingöngu rekinn fyrir almenning. Bezt reynsla af samfélagsbönkum er í Þýzkalandi, þar sem hvert land hefur sinn Sparkasse. Gott væri að senda nokkrar persónur þangað til að kynna sér mismun á Sparkasse og bönkum. Síðan þarf ríkið að semja við lífeyrissjóði um fjármögnun slíks banka. Og semja við Seðlabankann um lægri grunnvexti. Ríkið gæti spýtt nokkrum milljörðum í slíkan banka. Markmiðið er, að lántakendur njóti 2% vaxta, sem er ærið nóg. Eini flokkurinn, sem er líklegur til að halda Sparkasse til streitu, eru Píratar.