Margt ungt fólk er ofurheimskt. Stór göt eru í þekkingu þess, hrokafull göt. Það les alls engar bækur. Það kann enga stafsetningu. Það beitir ekki rökhugsun, heldur sleggjudómum. Það eyðir tíma í tölvuleiki. Það varðveitir enga þekkingu, gáir bara eftir þörfum á netinu. Gildir ekki um flesta, en marga. Fyrri kynslóðir höfðu betra þekkingaratlæti, en þroskuðust samt hægt. Ég fullorðnaðist ekki fyrr en um sextugt, þegar kominn var tími til að eyða ellilaununum. Ungt fólk stýrir samfélaginu, til dæmis bönkunum. Þar eru bjánar við hvert einasta fótmál. Okkur vantar stjórn öldungaráðs.
