Hér þarf byltingu

Punktar

Við höfum svo sem ekki gengið langt götuna fram eftir veg þessi þúsund ár. Hér var reist þjóðfélag á baki þræla og búandkarla. Og hér er enn rekið þjóðfélag á baki almennings og innfluttra þræla. Vegna frönsku byltingarinnar 1789 og náðar danska kóngsins lærðu forfeður okkar að lesa og fengu að kjósa. Sá réttur hefur raunar verið notaður hálfvitalega í heila öld. Við urðum aldrei að láta blóðið renna til að fá það, sem okkur var gefið, mest frá Dönum. Nú flæða upplýsingar og leyniskjöl um tölvur. Allir, sem vilja vita, geta vitað, að aflendingar ráða hér ríkjum og fela árlega tugi milljarða í skattaskjólum. Hér þarf byltingu.