Íslenzkum lagatæknum virðist fyrirmunað að skilja rétt almennings til að fá upplýsingar. Þetta gat í menntun þeirra og skilningi nær upp í Hæstarétt og lagadeild Háskóla Íslands. Jafnvel upp í Sannleiksskýrslu Alþingis, þar sem höfundur þagnarlaga ríkisins og formaður þagnarlaganefndar var lykilmaður. Hér er lok, lok og læs á öllu. Ódýrasta leiðin úr ruglinu er, að evrópskir alvörudómarar haldi námskeið fyrir íslenzkra dómara í skilningi á réttindum almennings. Þangað til verður að vísa öllum dómum um meiðyrði til Evrópu, þar sem siðmenning skaut rótum fyrir tveimur öldum. Hér eru enn miðaldir.