Hér er þrælahald

Punktar

Enn hefur ekki tekizt að koma á lýðræði í neinu landi, þótt rúmar tvær aldir séu frá frönsku byltingunni. Alls staðar ráða valdamenn, sem ljúga að þrælum sínum og svíkja kosningaloforð. Sjáið bara Viðreisn og Bjarta framtíð. Ríkisstjórnin lafir á lygum og svikum valdafólks flokka. Leyndarhyggja er alls ráðandi, samanber þögn forsætisráðherra um tvær skýrslur fram yfir kosningar og stjórnarmyndun. Með því að stýra upplýsingum og stjórna fjölmiðlum tekst þeim að halda okkur þrælunum tiltölulega þægum. Slíkar aðferðir nota þeir enn til að ræna og rupla verðmætum þjóðarinnar, samanber Engeyinga og kvótagreifa. Þetta er þrælahald, ekki lýðræði.