Framsókn Ólafs Jóhannessonar kom upp vísitölutyggingu skulda fyrir þremur áratugum. Fram að þeim tíma myndaðist ekki neitt fé til útlána, því að fólk vildi ekki brenna peninga sína. Eftir svokölluð Ólafslög fór sparifé að myndast í bönkum. Vísitölutryggingin virkaði, þótt hún sé hrossalækning sem hagstjórnartæki. Líkist krónunni, sem notuð var sem hagstjórnartæki 2008 í hruninu. Þegar fólk vill núna leggja niður vísitölutyggingu, er rétt að hafa í huga, að hrossalækningar geta komið að gagni. Gerist í samfélagi, þar sem hagstjórn er annars léleg. Hjá þjóð, sem aldrei kann fótum sínum forráð.