Hengja sig á veikindi

Punktar

Kratar á blogginu telja veikindi Geirs Haarde gera þeim kleift að leggja niður rófuna. Hættum að mótmæla, segja þeir og vona, að menn hætti að skamma Samfylkinguna fyrir hrunið. Ekkert hefur breytzt. Stjórnarflokkarnir ollu hruninu sameiginlega og þeir klúðruðu björgunarstörfum sameiginlega. Óvænt veikindi fólks breyta ekki ömurlegum staðreyndum. Ráðherrar eru jafn vanhæfir og áður, þótt þeir veikist. Veikindi gera Samfylkingunni ekki kleift að krefjast þess, að fólkið í landinu hætti í pólitík. Ekkert hefur verið tekið mark á mótmælunum. Þau hljóta að halda áfram af auknum krafti.