Greinendur í fjármálum segja stöðu Landsvirkjunar erfiða. Hún getur kannski framlengt lán fyrir eldri framkvæmdum. En hún fær ekki ný lán fyrir nýjum framkvæmdum. Þess vegna getur hún ekki virkjað í þágu álbræðslna í Helguvík og við Húsavík. Hún hefur bara ekki peninga til þess og ekki lánstraust. Tómt mál er að tala um, að ríkið hlaupi undir bagga. Ríkið hefur ekki heldur neina peninga og enn síður nokkurt lánstraust. Auk þess eru þetta umdeildar framkvæmdir. Gerið ykkur því strax grein fyrir, að frekari álbræðslur verða ekki reistar hér á landi næstu árin. Kreppan frystir Helguvík og Húsavík.