Nú á að bæta ímynd Ísland með gömlu slagorði frá Göbbels, krafti, frelsi og friði. Nefnd gáfufólks komst að þeirri niðurstöðu. Hún var beðin um að finna annað en bara náttúru til að draga fólk og athygli að landi og þjóð. Hún var ekki beðin um að finna leiðir til að bæta veruleikann, bara að bæta ímyndina. Það er dæmigert atferli í samfélagi, sem ruglar saman veruleika og ímynd. Telur vera í senn kleift og fullnægjandi að bæta ímyndina, þegar veruleikinn er í ólagi. Upp rísa sveitir ímyndunarfræðinga og spunakarla. Þær fá vinnu við nýja og ríkisrekna risastofnun að nafni Promote Iceland.