Heimsvaldastefna á Norðurpólnum

Punktar

Fimm ríki sömdu á fimmtudaginn um að skipta með sér Norður-Íshafinu allt til Norðurpóls. Þetta eru Rússland, Noregur, Danmörk, Kanada og Bandaríkin. Síðasta ríkið er þó ekki aðili að hafréttarsáttmálanum, sem samningurinn vísar til. Ekki var boðið öðrum ríkjum, sem gera tilkall til hagsmuna í hafinu og á pólnum. Til dæmis ekki Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Líta má á samkomulagið sem nýjustu leifar gamla heimsveldakerfisins. Þá slógu ríku stórveldin eign sinni á hvaðeina og bjuggu til stofnanir til að staðfesta það. Einu sinni skipti Vatíkanið hnettinum milli Spánar og Portúgals.