Leppur Bandaríkjanna í Afganistan slær heimsmet í kosningasvindli. Hamid Karzai setur upp gervikjörstaði, þar sem hann fær öll greidd atkvæði. Sums staðar, þar sem mótframbjóðendur eru sterkir, fær Karzai samt öll atkvæði. Það er lýðræðið, sem Vesturveldin hafa komið upp í Afganistan með hervaldi. Þar setur þingið lög gegn konum. Lög sem leyfa nauðgun. Bróðir forsetans, Ahmed Wali Karzai, er umsvifamesti fíkniefnasali landsins. Samt fullyrðir Nató, að einkum talíbanar séu í fíkniefnadreifingu. Atlantshafsbandalagið, þar með talið Ísland, og Bandaríkin hafa tapað stríðinu gegn Afganistan.