Heimsklassa hryðjuverkamaður

Punktar

Davíð Oddsson er með hrikalegri hryðjuverkamönnum fjármála. Kom upp óheftri frjálshyggju í peningaferli þjóðfélagsins. Kom upp gróðafíknum einkabönkum án regluverks og eftirlits. Þeir uxu þjóðinni yfir höfuð og gerðu hana gjaldþrota. Að þessu loknu gamlaðist Davíð, fór að tala af sér í sjónvarpi og heyra illa í síma. Hann sagði heiminum beinlínis, að Ísland mundi stela af honum peningum. Sagði okkur, að Rússar mundu fjármagna okkur. Hvorugt var rétt. Hrammur heimsins rotaði okkur og Rússar fóru að tala um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Enginn terroristi er dýrari en einmitt Davíð Oddsson.