Clara þurfti að yfirfæra einn dollar eða 115 krónur til að greiða fyrir skráningu máls í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þurfti að senda Seðlabankanum umsókn upp á 58 blaðsíður til að uppfylla skilyrði bankans. Síðan tók það bankann þrjár vikur að svara erindinu upp á fjórar blaðsíður. Á blaðsíðu þrjú kom fram, að Seðlabankinn samþykkti erindið. Ekki er upplýst, hvaða fávitar í Seðlabankanum búa til svona kerfi og lifa í því. Auðvitað ber Már Guðmundsson seðlabankastjóri ábyrgðina. Hann telur ekki þörf á, að bankinn hagi sér skynsamlega í samskiptum við umheiminn. Hann er frekar heimskur.