Heimskan í sjávarútvegi

Punktar

Fyrir rúmum áratug hvatti Orri Vigfússon til gæðastaðla um veiðar í Norður-Atlantshafi. Tillagan var vel rökstudd og hlaut um síðir að ná eyrum manna. Ég studdi hann eindregið í leiðurum á þeim tíma. Fyrir tíu árum var skipað fjölþjóðlegt Sjávarnytjaráð um sjálfbærar fiskveiðar. Ég studdi það. Því var vægast sagt illa tekið af íslenzkum sjávarútvegi. Hann taldi óþarft að apa kenningar upp eftir útlendingum og græningjum. Ísland hefur æ síðan staðið utan við hugmyndir Orra. Nú súpa menn seyðið af íslenzkri heimsku. Búið er að loka fyrir íslenzkan fisk í Sviss. Fleiri lönd fylgja á eftir.