Seðlabankinn þykist nota stýrivexti til að hemja innlenda verðbólgu. Samt hækka stýrivextir og vísitala, þegar uppskerubrestur hækkar erlent hráefni. Þegar olíuverð sveiflast upp á við. Þegar ríkið hækkar skatt á áfengi. Alls vegur slíkt þyngra en innlend verðbólga. Hví er þá Seðlabankinn að reyna að hemja innlenda verðbólgu með því að hækka stýrivexti? Svarið er einfalt: Seðlabankastjórinn er bara svona heimskur. Man aðeins páfagaukslærdóm úr háskóla, sem ekki er í sambandi við veruleikann. Fáránlegir stýrivextir og meðfylgjandi lánavísitala stafa ekki af verndun á verðgildi höfuðstóls lána.