Eva Joly telur í Fréttablaðinu í dag, að gerðir bankastjóra í hruninu geti hafa verið af tvennum toga. Ofurlán til eigenda og tengdra aðila geti verið vanhæfni eða glæpur. Spurning er samt, hvort nokkur sé svo út úr vitlaus, að hann telji í lagi að lána eigendum helming lánsfjár án gildra veða. Kannski sleppa bankastjórarnir á þeirri forsendu, að þeir séu tjúllaðir. Eva Joly gefur það í skyn. Kannski verður það vörn lagatæknanna. Hitt tel ég nánast öruggt, að þeir hafi vitað, að þeir voru að vinna gegn hagsmunum bankans. Enginn var svo vitlaus í bankahruninu, að heimskan ein hafi ráðið ferðinni.