Íslendingar elska ráðherra sína, þótt ekki sé í þeim heiðarleg taug. Þeir trúðu bankastjórum sínum, þótt þeir gerðu fátt annað en að svindla. Trúðu Bjöggunum, þótt þeir væru að veðsetja alla þjóðina fyrir fjárglæfrum sínum erlendis. Trúðu forsetanum, þótt hann væri heimsmeistari í hræsni. Trúðu seðlabankastjóranum, óskabarni þjóðarinnar, þótt hann hafi stofnað ruglið og sé enn á kafi í því. Því er öll virðing þjóðarinnar fokin. Útlendingar átta sig á, að Ísland er samfelld rotþró. Enginn vill lána okkur neitt. Allt stafar þetta af, að miðlungs íslenzkir kjósendur eru heimsins mestu fífl.