Heimsins elzta stjórnarskrá

Punktar

Elzta stjórnarskrá heimsins er 2500 ára gömul. Rituð á leirsívalning, sem fannst í Babýlon fyrir rúmri öld. Kýrus mikli Persakonungur hafði sigrað borgina árið 536 fyrr Krists burð. Þar segir frá miklum fjölda manna af öðru þjóðerni, sem Babýloníumenn höfðu í fangabúðum. Þeim var öllum sleppt til síns heima. Þar á meðal var gyðingum sleppt. Á leirsívalningnum segir einnig frá umbótum, sem Kýrus efndi til, endurreisn mustera og borgarmúra. Kýrus virðir guði og siði Babýloníumanna. British Museum hefur nú lánað Persum gripinn til sýningar. Vonandi verður hann klerkum múslima til fyrirmyndar.