Heimsendir þá og nú

Punktar

George Monbiot segir í Guardian, að rannsóknir jarðlaga hafi leitt í ljós, að líf á jörðinni hafi næstum dáið út vegna súrefnisskorts fyrir 250 milljón árum, þegar kolvetnisaukning af völdum náttúruhamfara, líklega eldgosa fremur en loftsteina, hækkaði hitastig um nokkrar gráður. Það tók jörðina 150 milljón ár að jafna sig eftir áfallið. Nú bendi rannsóknir til, að hitastig muni hækka af manna völdum um 7-10 stig til næstu aldamóta. Monbiot leggur áherzlu á, að snúið verði við af þeirri skelfingarbraut.