Heimsbyltingin

Punktar

George Monbiot segir í Guardian, að heimurinn sé núna orðinn eins og Frakkland var rétt fyrir byltinguna miklu árið 1787. Tekjuskipting þjóðanna sé orðin eins ójöfn og tekjuskipting Frakka var í aðdraganda byltingarinnar. Hann telur heimsbyltingu óhjákvæmilega, líklega í kjölfar matvælaskorts eða olíuskorts. Hann telur, að gefa verði eftir skuldir þriðja heimsins í tæka tíð, annars fari allt í bál og brand, enda hafi kerfi heimsviðskipta verið ferlega misnotað í þágu ríkustu þjóðanna.