Heimatilbúin vandræði

Punktar

Daily Telegraph vandar íslenzkum bankastjórum ekki kveðjurnar. Blaðið hafnar því, að íslenzka hrunið sé þáttur í alþjóðakreppu. Hugmyndafræðingar á hægri kanti stjórnmálanna halda því fram. Telegraph segir íslenzku bankana hafa verið úldna af spillingu og peningaþvotti og markaðsmisnotkun. Kannski er ekki furða, þótt brezka stjórnin hafi í ofboði sett hryðjuverkalög. Okkur var ekki sagður sannleikurinn í fyrrahaust. Og það er bara vegna lekans, að við vitum hann núna. Íslenzka rotnunin er þvílík, að Fjármálaeftirlitið hamast við að elta leka hjá blaðamönnum, en bankastjórar ganga allir lausir.