Heimagerður vandi

Punktar

Ég hef ítrekað bent á, að erfiðleikar ríkisstjórnarinnar eru meira eða minna heimatilbúnir. Formenn stjórnarflokkanna valda ekki hlutverki sínu. Eru bæði aftan úr fyrri öld, rétt eins og gamli forsetinn. Þetta gengi gamalla tíma getur ekki lagað sig að nýjum tíma, þar sem reynt er að vinna faglega að málum. Getur ekki hagað þeim á þann veg, að meirihluti myndist réttu megin við strikið. Afleiðingin er, að ríkisstjórnin er nánast máttlaus til góðra verka. Bófar Flokksins og Framsóknar gátu hertekið Alþingi í þágu vondra sérhagsmuna. Þar þarf nýtt fólk og nýja flokka. Eins og nýjan forseta þarf.