Heima er bezt

Punktar

Kjósendur yfirgáfu Samfylkinguna og Vinstri græn um skeið í könnunum og döðruðu við Pírata. Eru nú á leið til baka í gömlu flokkana sína. Hafa fyrirgefið þeim hreingerningar á tíma Jóhönnu og Steingríms. Telja Katrínu og Loga ekki munu svíkja mikið að þessu sinni. Á sama tíma gerðu Píratar ýmis mistök, skiluðu auðu á alþingi og misstu Birgittu. Hafa að vísu fengið frábæra Þórhildi Sunnu sem ígildi formanns, en flagga henni ekki nándar nærri nóg. Þau hafa beztu stefnuna og hafa ekki svikið neitt, en hafa of mikla óbeit á foringjaræði. Þau munu verða samstarfsfús um stjórnarmyndun, en tími endurræsingar virðist ekki vera kominn.