Heilsuþjónusta bezt í Evrópu

Punktar

Staðfest er, að heilsuþjónusta er bezt í Frakklandi, Þýzkalandi, Svíþjóð, Hollandi, Austurríki og Sviss. Nýjar tölur eru komnar frá Health Consumer Powerhouse, sem byggist tölur sínar á traustum aðferðum. Meðal annars eru mældir biðlistar og niðurgreiðsla á lyfjum og sjúkrakostnaði. Við eigum í ríkidæmi okkar að miða við þessi ríki, en ekki við Bretland, sem er lágt skrifað á skalanum, neðan við Írland. Bretland er eina ríkið í Evrópu, sem hefur fetað í átt til einkavæðingar í heilsuþjónustu. Enda er frægt, hversu léleg þjónustan er þar, þótt hún sé betri en í einkavæddum Bandaríkjunum.