Mér er sem ég sæi Finn Sveinbjörnsson bankastjóra, ef ég heimtaði núna 850 milljón króna kúlulán með veði í eignalausu einkahlutafélagi. Hann fékk slíkt fáránslán á græðgistíma sínum. Fyrir rúmu ári, þegar hann var í álögum hjá skrímsli, sem stýrði grægði bankamanna. Í þungum álögum, 850 milljón króna græðgi. Nú er hann laus úr álögum, orðinn prins, bankastjóri Kaupþings. Hefur gefið sér syndakvittun í viðtali við DV. Þar segist hann vera heilaþveginn og orðinn líkur venjulegum manni. Með nýtt gildismat. Því sé óhætt að hafa hann bankastjóra. Vantar ekki heilann í bankaráð Finns?