Kannski eru það bara nokkrir tugir lögmanna og nokkrir tugir endurskoðenda, sem komu óorði á stéttir sínar. Þjónar bankastjóra og yfirmanna í bönkum, þjónar bankaeigenda og útrásarvíkinga, kúlulánafólks og krosseignarfélaga. En stéttirnar bera ábyrgð á stjörnulögmönnum og stjörnuendurskoðendum í sínum röðum. Þær hafa félög lögmanna og endurskoðenda. Slík félög eiga að halda aga á félagsmönnum. Hindra þá í að fara sjálfum sér og stétt sinni að voða í græðgisæði. Almennir félagsmenn hafa ekki kallað á siðvæðingu svo heyrst hafi. Heilar stéttir bera því ábyrgð á hruninu og afleiðingum þess.