Eins og ótal fleiri sér Martin Wolf bara aðra hliðina. Hann sér, að íslenzka ríkinu vegnar betur en írska ríkinu. Endurreisnin eftir hrunið gengur betur hér. Hann sér hins vegar ekki, að lífskjör fólks hafa versnað meira hér en á Írlandi. Íslenzka lausnin var að leyfa gengi krónunnar að hrynja. Martin Wolf finnst það vera flott, hann er ritstjóri Financial Times og hefur ekki áhuga á fólki. Írskir pólitíkusar gátu ekki leyst vandan með því að fleygja honum í heilu lagi á herðar almennings. Þeir sitja uppi með að verða að leysa málið án þess geta látið gengi evrunnar hrynja. Það er hin hliðin.