Hausar á spjótsoddi

Punktar

Mark Lawson minnir í Guardian á, að fyrir ótal mörgum öldum settu sigurvegar höfuð sigraðra óvina á spjótsodda til að sýna mátt sinn og megin og til að koma í veg fyrir þjóðsöguburð um, að þjóðhetjur séu enn á lífi. Þennan frumstæða sið hefur George W. Bush tekið upp að nýju með því að sýna myndir af líkum sona Saddam Hussein. Lawson nefnir ýmsar ástæður fyrir hausasýningunni og telur hana meðal annars sýna bræði forsetans út af því að hafa ekki haft hendur í hári Osama bin Laden og Saddam Hussein. Hann telur sýninguna einnig sýna, að Bush þurfi að sanna myndrænt, að óvinurinn sé dauður, af því að fólk sé hætt að trúa munnlegum fullyrðingum forsetans.