Hatursræða í Hollandi

Punktar

Hægri sinnaði pólitíkusinn Geert Wilders í Hollandi hyggst gefa út kvikmynd um íslam. Hún á að sýna, hversu umburðarlaus og fastistísk íslam sé í raun. Varla á hún erfitt með að sýna dæmin. Nógar myndir eru til af brjáluðum skríl að brenna fána og sendiráð og heimta afsökunarbeiðni. Hollendingar eru búnir að fá upp í kok af geðluðru og fjölmenningarstefnu yfirvalda. Theo van Gogh var myrtur og Ayaan Hirsi Ali er landflótta undan brjáluðum múslimum. Stjórnvöld reyna að hindra frumsýninguna, en þá fer hún bara á YouTube. Ritskoðun er ókleif og “hatursræður” eru bara fullgildar skoðanir.