Allt frá tíma Mohandas Gandhi hafa andófsmenn sótzt eftir að vera teknir höndum. Til að sýna fram á nekt og gerræði stjórnvalda. Andóf hans var án ofbeldis, en ófriðsamlegt. Hann braut lög. Vefblaðið Nei bendir á aðferðir hans, sem íslenzkir góðborgarar geta ekki sætt sig við. Menn eins og Stefán Friðrik Stefánsson kalla vinnubrögð fánamannsins ljótan blett á andófi. Slík lýsing segir meira um Stefán en um fánamanninn. Hér eru áhangendur aðferða Gandhi uppnefndir sem skríll, atvinnumótmælendur, athyglissjúklingar og iðjuleysingjar. Góðborgararnir hata þá, sem hafa hugsjónir í alvörunni.