George Monbiot er helzti álitsgjafi brezka stórblaðsins Guardian. Furðar sig í morgun á hatri kerfisins á umhverfissinnum. Kerfið laumar löggum inn í umhverfishópa til að fylgjast með þeim. Stórfé er sóað til að verjast þeim. Samt vita allir, að þeir eru hið vænsta fólk. Ég hvet fólk til að lesa grein Monbiot. Íslenzka kerfið býr við sömu vænisýki. Hér ríkir sjúklegt hatur á umhverfisvernd. Ætíð er hraunað yfir alla umhverfisráðherra. Einkum er austfirzka löggan tendruð af umhverfishatri. Nató er í geðveikinni líka, ætlaði sællar minningar að æfa stríð við umhverfissinna á Íslandi.