Hatrið á aumingjum

Punktar

Á síðasta kjörtímabili gaus upp hatur á öryrkjum, gamlingjum og sjúklingum. Vegna þvættings frá ríkisendurskoðanda um svindl og svínarí í greiðslum til aumingja. Sturluð þingkona í forsæti fjárhagsnefndar alþingis fór mikinn um fláttskap öryrkja, gamlingja og sjúklinga. Vigdís Hauksdóttir blómstraði. Sjúkratryggingar Íslands tóku upp hatrið, undir stjórn Steingríms Ara Arasonar. Aumingjar landsins voru teiknaðir upp sem skúrkar. Í vetur kom í ljós, að tölurnar voru þvættingur, sem ríkisendurskoðandi afsakaði. Enn byggir ríkisstjórnin á þessum grófu mistökum og notar hvert tækifæri til að níðast á öryrkjum, gamlingjum og sjúklingum.