Almenningsálitið í löndum múslima hefur alveg snúizt til stuðnings við Hezbolla, Hamas og jafnvel al Kaída, róttækustu stjórnmálaflokkana. Hassan Nasralla, leiðtogi Hezbolla, er orðinn að trúarhetju á borð við Saladín, dýrkaður um öll nálæg austurlönd fyrir vörnina gegn árás Ísraels. Jafnvel ríkisstjórnir Egyptalands og Sádi-Arabíu hafa vikið frá stuðningi við Bandaríkin. Í þessum heimshluta eiga Bandaríkin alls enga vini lengur. Þannig hefur árásarhneigð Ísraels og Bandaríkjanna spillt stöðu vesturlanda í heimsmálunum. Enda mun krossferð hins illa öxuls enda með skelfingu.