Safnadagurinn var notaður til að minna okkur á, að nærri 20 nefndir hafa verið stofnaðar án árangurs til að fjalla um stofnun náttúruminjasafns. Ísland er eina vestræna landið, sem ekki hefur alvörusafn á því sviði. Hins vegar var ekki útskýrt, af hverju ekki hefur tekizt að koma hér upp svo sjálfsögðu safni. Vandræðin stafa af, að langvinn ríkisstjórn er svo illa haldin af stóriðjustefnu, að hún hatast beinlínis við náttúru Íslands. Hún er hrædd um, að safn verði til þess að auka áhuga almennings á ósnortinni náttúru Íslands. Svo einfalt er það, því miður.