Á opinberum fundum í Viðskiptaráði er sagt eðlilegt, að atvinnurekstur fari 70% eftir reglum. Engin furða, þótt smákrimmar telji sér leyfast það. Hatur á lögum og rétti er inngróið í samfélagið. Lagatæknar innleiddu margvísleg nýyrði yfir þjófnað, svo sem „undanskot“, „á svig við“ og „umboðssvik“. Lagatæknar líta á lög og reglur sem fyrirstöður, er þurfi að skauta framhjá. Í hópi viðskipta og laga er linnulaust ráðist á regluverkið og hneykslast á „eftirlitsiðnaðinum“. Evrópusambandið er hatað vegna ýtarlegs regluverks. Andverðleikafólk er ráðið yfirmenn eftirlitsstofnana. Ísland er þannig orðið að kjörlendi fyrir bófa.